Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2014 10:12

Þórður tekur tímabundið við meistarflokki ÍA kvenna

Þórður Þórðarson fyrrverandi þjálfari meistarflokks karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA (KFÍA) hefur tekið tímabundið við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Þessi ákvörðun er tekin að beiðni Magneu Guðlaugsdóttur þjálfara meistaraflokks kvenna hjá KFÍA en ástæðan er veikindi barns hennar. Ekki er ljóst hve lengi Magnea verður í leyfi en ákvörðun um að leita til Þórðar er tekin í samráði við hana og Margréti Ákadóttur aðstoðarþjálfara sem hefur stýrt liðinu í fjarveru Magneu undanfarna tvo leiki. „Þórður hefur mikla reynslu sem þjálfari og leikmaður hjá KFÍA og er forysta félagsins honum afar þakklát fyrir að taka að sér krefjandi verkefni með stuttum fyrirvara. KFÍA sendir Magneu og fjölskyldu hennar innilegar bataóskir,“ segir í tilkynningu frá Magnúsi Guðmundssyni formanni KFÍA.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is