12. júní. 2014 11:01
Á afmælisári Akraneskaupstaðar var þemavika í Grundaskóla sem bar yfirskriftina „Bærinn okkar.“ Eitt af verkefnum nemenda í henni var að búa til skjaldarmerki bæjarins í mósaík. Var það eitt stærsta verkefni þemavikunnar en ekki náðist að ljúka verkinu á þeim tíma. Nemendur á listabraut unglingadeildar Grundaskóla hafa síðan haldið áfram að bæta við og lauk verkinu nú í vor. Var Akraneskaupstað fært verkið að gjöf og tók Helga Gunnarsdóttir yfirmaður fjölskyldusviðs við því.