11. júní. 2014 11:38
Framkvæmdum við endurbætur á Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, er nú að ljúka. Eins og kunnugt er var bæði byggð við heimilið íbúðaálma og eldra rými endurnýjað meira og minna í kjölfarið. Í tilefni af því að framkvæmdum við endurbæturnar er nú að ljúka verður opið hús í Brákarhlíð á þjóðhátíðardaginn, 17. júní frá klukkan 16 til 18. Stutt vígsluathöfn verður klukkan 16:30. Heimilisfólk, starfsmenn og stjórn Brákarhlíðar bjóða gesti velkomna að skoða húsakynnin.