Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2014 06:01

Mögulega þúsund ára fornmunir undir Bæjarkirkju í Borgarfirði

Unnið hefur verið að fornleifarannsóknum í Bæjarkirkju í Borgarfirði undanfarna daga. Þar er að störfum dr. Steinunn Kristjánsdóttir forleifafræðingur ásamt fleiri fornleifafræðingum og nemendum í greininni. Uppgröfturinn er á vegum Háskóla Íslands og er styrktur af Rannís en Steinunn, sem er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, stjórnar rannsókninni. „Þetta er liður í stærra verkefni sem ég er að vinna að sem snýst um að leita að og skrá allar minjar sem mögulegt er að finna um klaustur sem rekin voru á kaþólskum tíma á Íslandi,“ segir Steinunn í samtali við Skessuhorn.

Fundu steinkross

Fyrsta klaustur landsins var stofnað á Bæ skömmu eftir kristnitöku árið 1030 og segir Steinunn síðustu heimildir um klausturbræður þar vera frá 1049. „Ekki er vitað hvað varð um klaustrið eftir þann tíma og við erum að leita að rústum þess. Það er ýmislegt sem bendir til að það hafi verið þarna. Ein elsta kirkjuklukka landsins frá þessum tíma er í þessari kirkju og við fundum þarna steinkross, úr þessum elstu lögum á kirkjustæðinu,“ segir Steinunn. Hún segir þetta vera hornstein og á honum megi finna kross sem höggvinn er í steininn. „Ég er búin að tala við sérfræðinga í Noregi sem telja þetta dæmigerðan hornstein úr helgri byggingu. Aðstæður benda til þess að hann sé frá klausturtímanum. Það er erfitt að aldursgreina steina en miðað við samhengið og hvar hann finnst, þá finnst mér líklegt að hann sé úr klaustrinu og að það sé vísbending um að klaustrið hafi staðið þar sem kirkjan er núna, eða á því svæði,“ útskýrir Steinunn.

 

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is