Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2014 12:01

Sjötíu nemendur brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands fór fram föstudaginn 6. júní í Ásgarði á Hvanneyri. Er þetta tíunda vorið sem nemendur eru brautskráðir frá skólanum og voru rösklega 70 brautskráðir af háskólabrautum og úr búfræði. Útskrifuðust 27 með B.S. gráðu frá skólanum, sex í búvísindum, sjö í hestafræðum, tveir í skógfræði, fimm í náttúru- og umhverfisfræði og sjö með gráðu í umhverfisskipulagi. Níu nemendur kláruðu M.S. nám. Þar af voru sex sem kláruðu nám í skipulagsfræði og þrír í rannsóknamiðuðu M.S. námi. Auk þess var einn nemandi sem lauk doktorsnámi við skólann. Þá voru 37 nemendur sem útskrifuðust frá búfræðideild skólans. Verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur bæði í búfræði og á háskólabrautum skólans.

 

 

 

Ágúst Sigurðsson rektor minntist þess í útskriftarræðu sinni á Hvanneyri að nú eru 125 ár liðin síðan skólastarf hófst á Hvanneyri og 75 ár síðan Garðyrkjuskólinn varð að veruleika. Á næsta ári er liðin hálf öld frá því að Rannsóknastofnun landbúnaðarins var stofnuð en RALA ásamt skólunum tveimur er grunnur Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta eru merkar vörður í sögu íslensks vísinda- og skólastarfs. Við getum rakið sögu bændamenntunar á Hvanneyri til þess er Hjörtur Hansson frá Hækingsdal í Kjós kom í skólann um Krossmessu vorið 1889, en skólaárið taldist þá frá miðjum maí til jafnlengdar næsta ár. Þá var skólastjórinn jafnframt eini kennari skólans,“ sagði rektor.

 

Einnig minntist Ágúst á mikilvægi Landbúnaðarháskólans í tengslum við mannfjölgun á Íslandi og þeim tækifærum sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir. „Lágmarkið er að við sjáum okkur sjálfum fyrir nægum matvælum, en því er spáð að Íslendingum muni fjölga um 30% fram til 2060. Við þurfum því að finna leiðir til þess að nýta það ræktarland sem við eigum sem betur fer nóg af og þetta þarf að gera með hagkvæmum hætti án þess að ganga á gæði landsins. Íslenskar landbúnaðarafurðir gætu orðið mikilvæg útflutningsvara en þá er nauðsynlegt að tryggja samkeppnishæfni þeirra. Það kallar aftur á mikil gæði og aukna framleiðni í greininni og þar hljótum við að hafa verk að vinna,” sagði Ágúst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is