Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2014 02:15

Tuttugu-pundari veiddist í Norðurá í morgun

Í morgun veiddist í Norðurá í Borgarfirði tuttugu punda lax, 100 cm langur hængur. Veiðistaðurinn var Stekkurinn. Það voru félagarnir Bjarki Már Jóhannsson og Sigurður Ásbjörn sem kræktu í þann stóra. Langt er síðan svona stór lax hefur veiðst í þessari annars gamalfrægu stórlaxaá.  Bjarki Már sagði í samtali við Skessuhorn að þetta hefði verið gríðarlega fallegur fiskur sem tók á Bismo í yfirborðinu, neðst á brotinu. „Ég var svona um 15 mínútur að landa honum. Fiskurinn tók frekar grunnt svo ég vildi spila frekar öruggt, alls ekki missa þennan feng. Laxinn var lúsugur og mjög flottur, svo hann hefur greinilega verið nýgenginn. Það er upplifun að fá að landa svona stórum laxi,“ sagði hinn kampakáti veiðimaður.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is