12. júní. 2014 02:51
Vesturlandsliðin Kári og Snæfell sem bæði leika í A-riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu fögnuðu bæði sigri í gærkveldi. Káramenn fóru í heimsókn í Mosfellsbæ þar sem þeir unnu lið Hvíta Riddarans 2-6. Lið Kára hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu og er í efsta sæti A-riðils fjórðu deildar. Lið Snæfells átti einnig góði gengi að fagna þegar strákarnir úr Hólminum unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu á miðvikudaginn. Snæfellsstrákar mættu liði Kónganna á Stykkishólmsvelli og lauk leiknum með 2-1 sigri heimamanna.
Næsti leikur Snæfellsliðsins er gegn liði Lummunnar í Kórnum í Kópavogi á miðvikudaginn, 18. júní og hefst sá leikur klukkan 20:00. Næsti leikur Káramanna er gegn Herði á Akranesvelli sunnudaginn 29. júní klukkan 13.