13. júní. 2014 10:07
Í ár eru þrettán sveitarfélög eða svæði tilnefnd til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin eru tileinkuð norrænu sveitarfélagi eða samfélagi sem lagt hefur sig fram um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Dómnefndin hefur nú kunngjört ákvörðun sína um hvaða svæði hún tilnefnir til verðlaunanna að þessu sinni. Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi eru á meðal fjögurra svæða á Íslandi sem tilnefnd eru en samtals eru þrettán svæða á Norðurlöndunum tilnefnd. Hin svæðin hér á landi eru Sólheimar, Reykjavík og Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Endanlega ákvörðun um vinningshafann verður gerð opinber 29. október nk. á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.