13. júní. 2014 11:43
Björgunarsveitar af Vesturlandi taka þessa dagana þátt í víðtækri leit að íslenskri konu á fertugsaldri sem saknað hefur verið frá því á mánudaginn í Fljótshlíð á Suðurlandi. Spænsk vinkona konunnar fannst látin í Bleiksárgljúfri skömmu eftir að leit að konunum hófst. Þar fundust einnig föt og skófatnaður kvennanna. Að sögn Þórs Bínó Friðrikssonar, formanns Björgunarfélags Akraness, voru allar björgunarsveitir af Vesturlandi beðnar að taka þátt í leitinni. „Við af Akranesi vorum mætt á leitarsvæðið á miðvikudaginn. Vel hefur gengið að leita þrátt fyrir að enn hafa einungis fundið vísbendingar.“ Þór segir að ákveðið hafi verið að halda leitinni áfram í dag.