Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2014 06:35

Valdís Þóra keppir á evrópskri mótaröð í sumar

Væntanlega hefur margt áhugafólk um golf veitt því eftirtekt að Valdís Þóra Jónsdóttir afrekskylfingur úr Leyni á Akranesi hefur ekki verið meðal keppenda á þeim mótum sem búin eru í Eimskipsmótaröðinni. Ástæðan fyrir því er sú að í sumar mun Valdís Þóra keppa á LET Access Series, sem er hliðarmótaröð við Evrópumótaröðina. Valdís kom heim í síðustu viku eftir að hafa lokið keppni á fjórum mótum í mótaröðinni. Fyrsta mótið var í Sviss, tvö næstu mótin voru í Svíþjóð og það fjórða á Spáni. Núna um næstu helgi keppir hún á móti sem verður í strandbænum Dinard í Frakklandi. Alls verða leikin 16 mót á mótaröðinni en Valdís mun taka þátt í 15 þeirra. Stefnan er að sleppa einu móti í ágúst til að forðast of mikið álag. Líklega verður það aðeins eitt mót sem Valdís Þóra keppir á hér heima í sumar, það er Íslandsmótið í höggleik sem haldið verður í júlímánuði á velli GKG við Vífilsstaði. Valdís Þóra hefur tvívegis hampað Íslandsmeistaratitli í höggleik. 

Dýrt að vera atvinnumaður

Sem kunnugt er afsalaði Valdís Þóra sér áhugamannaréttindum í september á síðasta ári þegar hún ákvað að gerast atvinnumaður í golfíþróttinni. Hún keppti síðan á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Marakkó í desembermánuði. Komst þá í gegnum niðurskurðinn í fyrsta stiginu en spilaði ekki nógu vel á seinna stiginu til að komast á Evrópumótaröðina. Aðspurð segir Valdís Þóra að því fylgi gríðarlegur kostnaður að taka þátt í mótaröðinni í sumar, sem eins og áður segir er til hliðar við Evrópumótaröðina. Hún er á fyrsta ári af þriggja ára plani sem sett var upp þegar hún fór út í atvinnumennskuna síðasta haust. Valdís Þóra segist fá góðan stuðning m.a frá sínum klúbbi Leyni á Akranesi og nokkrum fyrirtækjum en það vanti fleiri styrktaraðila. „Fjölskyldan og þjálfararnir mínir, styðja vel við bakið á mér.“ segir hún.

 

Á heilmikið inni

Valdís komst áfram í gegnum niðurskurðinn á fyrra mótinu í Svíþjóð og var mjög nálægt því á hinum þremur. „Ég hef ekki verið að slá vel og á heilmikið inni,“ segir Valdís í samtali við Skessuhorn. Fyrsta mótið í vor var í Gams í Sviss, það annað í Kristianstad í Svíþjóð, það þriðja í bæ þar skammt frá sem heitir Sölvegsborg. Fjórða mótið var í fjallabæ á Spáni sem heitir Lugo. Valdís Þóra segir að stigalistinn þegar mótaröðinni ljúki í haust segi til um það hverjir komist í Evrópumótaröðina á næsta ári. Fimm efstu komist beint inná mótaröðina en þeir sem verða í sjötta til þrítugasta sæti komast beint á annað stig úrtökumótsins í haust. „Það er markmiðið hjá mér að vera í topp 30 í enda ársins, en þetta er gríðarleg áskorun þar sem það eru um 120 stelpur að keppa að sama marki og ég. Það er gríðarlega breidd í kvennagolfinu og hefur aukist mikið seinni árin. Það eru til dæmis margar stelpur frá Asíu að koma fram á sjónarsviðið í Evrópu,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is