14. júní. 2014 08:01
Í samkomulagi um afhendingu Sementsverksmiðjureitsins á liðnum vetri var kveðið á um að verksmiðjan hugi að endurbótum og útliti þeirra eigna sem fyrirtækið hefur til umráða næstu 15 ára. Þar á meðal eru sementstankarnir en í samningnum við Akraneskaupstað er kveðið á um skyldu forráðamanna Sementsverksmiðjunnar til að mála tankana á árunum 2014 til 2016. Einnig að vera í samráði við bæjaryfirvöld um litaval. Arkitektar hjá Kanon gerðu tillögu um litaval og er niðurstaðan að hafa tankana í ólíkum litum. Litirnir í efri röðinni á meðfylgjandi mynd hafa verið valdir, að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra.