Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2014 08:01

Kom upp átján andarungum

Í Straumfirði á Mýrum hafa síðustu ár verið nokkrar aliendur. Refurinn hefur hins vegar verið aðgangsharður og drepið hluta af hópnum. Í vor var aðeins eitt par eftir og gerði andamamma sér aðstöðu til hreiðurgerðar í gömlu heyi í aflögðu haughúsi á bænum. Þar hefur hún látið lítið fara fyrir sér enda búin að sjá að aldrei er of varlega farið sé maður önd á Mýrunum. Sigrún og Magnús Guðbjarnarbörn og fjölskyldur eiga og nytja jörðina og dvelja þar mikið á þessum árstíma. Svanur Steinarsson, sonur Sigrúnar, kveðst hafa fylgst með andamömmu í vor. Hafi hún byrjað varp snemma í apríl en ekki farið að liggja á að staðaldri fyrr en um miðjan maí. Hreiður hennar var niðurgrafið í hey og því beið fólk spennt eftir því hvernig andamömmu gengi útungunin. Karl hennar skipti sér hins vegar ekkert af því þegar ungarnir voru að koma úr hreiðrinu og var bara úti að „chilla“ í staðinn. Rak hann því, líkt og fólkið á bænum, upp stór augu þegar andamamma vagaði stolt út í sumarið með hvorki fleiri né færri en átján unga í halarófu á eftir sér. Dreif hún sig niður á tjörn og byrjaði þar að fóðra unga sína stolt. Andamömmu hefur í ljósi niðurskurðar í stofni alianda í Straumfirði runnið blóðið til skyldunnar og ákveðið að stækka stofninn sem mest hún mátti. Þess má geta að venjulega unga endur upp 6-10 ungum og er þessi því sannkölluð súperönd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is