14. júní. 2014 09:58
Mikil mildi var að ökumaður mjólkurbíls slasaðist ekki þegar bíllinn, og áfastur tengivagn, fullur af mjólk valt. Óhappið varð í Steðjabrekkunni á Borgarfjarðarbraut neðst í Flókadal í kvöld. Um tuttugu þúsund lítrar af mjólk voru í bílnum og vagninum og rann um helmingur mjólkurinnar út. Óhappið vildi þannig til að vegkantur gaf sig undan tengivagninum sem slóst við það til á veginum og dró bílinn með sér útaf þannig að bæði tækin ultu. Töluverð umferð var um veginn og má því telja mildi að ekki urðu slys á fólki. Búið er að koma tækjunum upp á veg og á aðra bíla. Farið var með þá mjólk til Selfoss sem ekki lak út .