Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2014 03:44

Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð skrifa undir málefnasamning

Um nónbil í dag var skrifað undir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á Akranesi vegna meirihlutasamstarfs í bæjarstjórn næsta kjörtímabil. Oddvitar framboðanna; Ólafur Adolfsson og Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, handsöluðu samninginn á nýju Akratorgi, að viðstöddum bæjarstjóranum Regínu Ásvaldsdóttur sem ráðin hefur verið áfram til að gegna starfi bæjarstjóra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk eins og kunnugt er nauman meirihluta í bæjarstjórn með fimm af níu bæjarfulltrúum. Ólafur Adolfsson oddviti listans hafði strax og úrslit lágu fyrir hug á að styrkja meirihlutann og bauð BF til viðræðna. Oddvitarnir sögðu báðir að viðræðurnar hefðu gengið afar vel og að þau væru ánægð með það samkomulag sem nú er í höfn. „Við leggjum mikla áherslu á atvinnumál með áherslu á höfnina og auðvitað að auka atvinnutækifæri með því að laða að fólk og fyrirtæki því það styrkir verulega rekstur bæjarins.  Einnig að styrkja lögbundið þjónustuhlutverk bæjarins með aukinni forgangsröðun og einföldun verkferla,“ sagði Ólafur Adolfsson.

Skipt með sér verkefnum

Búið er að ákveða formennsku í helstu nefndir og ráð. Forseti bæjarstjórnar verður Sigríður Indriðadóttir og varaforseti Einar Brandsson. Formaður bæjarráðs verður Ólafur Adolfsson og til vara Valdís Eyjólfsdóttir. Formaður Framkvæmdaráðs verður Einar Brandssson og til vara Rakel Óskarsdóttir. Formaður Fjölskylduráðs verður Sigríður Indriðadóttir og til vara Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir.

 

Málefnasamningurinn

Á kjörtímabilinu ætla Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð að vinna að eftirtöldum á málum:

 

VELFERÐARMÁL

 

•          Huga að stofnun samráðshópa í samvinnu við hagsmunaaðila t.d. með fólki með fötlun, eldri borgurum og innflytjendum.

•          Efla þjónustu við einstaklinga með fötlun og finna leiðir til aukinnar atvinnuþáttöku þeirra.

•          Marka stefnu í búsetuúrræðum fyrir aldraða og halda áfram uppbyggingu Höfða í samráði við meðeigendur.

•          Móta lögbundna jafnréttisáætlun og vinna framkvæmdaáætlun fyrir mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar.

•          Standa vörð um starfsemi  Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og beita öllu okkar afli þannig að þjónusta stofunarinnar verði aukin að nýju.

 

FJÖLSKYLDU- OG SKÓLAMÁL

 

•          Undirbúa og hefja byggingu á nýjum grunnskóla í samráði við hagsmunaaðila.

•          Auka og þróa tengsl leik-, grunn- og framhaldsskóla og samnýta betur húsnæði og mannauð. 

•          Bæta aðbúnað í grunnskólum.

•          Þróa vettvang fyrir bætt félagslíf ungmenna á Akranesi í tengslum við listir, menningu og íþróttir.

•          Koma á samræmdri stefnu mötuneyta bæjarins og auka hlutfall lífrænnar fæðu í leik- og grunnskólum.

•          Koma á heimagreiðslum til foreldra sem hafa fullnýtt 9 mánaða fæðingarorlof og eiga börn á biðlista hjá dagforeldri.

 

ATVINNA, NÝSKÖPUN OG SAMGÖNGUR

•          Efla atvinnu- og markaðsstarf á vegum bæjarins og kynna Akranes sem vænlegan búsetukost fyrir nýja íbúa.

•          Sinna betur þörfum fyrirtækja á Akranesi.

•          Leita leiða til að koma tilbúnum atvinnu- og byggingalóðum í notkun.

•          Veita nýsköpunarviðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga.

•          Leggja áherslu á uppbyggingu Akraneshafnar og bæta aðstöðu fyrir sjávarútvegstengda starfsemi og ferðaþjónustu.

•          Tryggja að almenningssamgöngur jafnt innan bæjar sem utan mótist af þörfum notenda.

 

ÍÞRÓTTA- TÓMSTUNDA- OG MENNINGARMÁL

•          Ráðast í nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á íþróttamannvirkjum ásamt því að vinna heildstæða áætlun um framtíðaruppbyggingu og aðstöðu fyrir almennings- og keppnisíþróttir.

•          Auka samstarf Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.

•          Efla enn frekar starfemi Þorpsins og styðja við bakið á ungum tónlistarmönnum með því að koma á fót aðstöðu til hljómsveitaræfinga.

•          Veita hvatningarstyrki til ungmenna - einstaklinga eða hópa - sem skara fram úr í íþróttum eða listum.

•          Efla menningartengda viðburði svo sem Írska daga og Vökudaga og hvetja til frekara grasrótarstarfs í menningarmálum.

•          Efla starfsemi Safnasvæðisins að Görðum og auka aðdráttarafl þess ásamt því að stuðla að auknu vægi menningartengdrar ferðaþjónustu.

 

STJÓRNSÝSLA OG FJÁRMÁL

•          Vinna að heildarstefnumótun fyrir Akraneskaupstað og móta framtíðarsýn og gildi bæjarfélagsins.

•          Auka tekjur Akraneskaupstaðar með því að laða að ný fyrirtæki, auka atvinnutækifæri, koma ónýttum íbúða- og atvinnulóðum í nýtingu ásamt því að fjölga íbúum bæjarins.

•          Tryggja gegnsæja og ábyrga stjórnsýslu og fjármálastjórnun, meðal annars með aukinni rafrænni þjónustu og innleiðingu á vottuðu gæðakerfi.

•          Sækja um jafnlaunavottun.

•          Móta þjónustustefnu og framkvæma reglulega þjónustukannanir hjá stofnunum bæjarins.

•          Hagræða í rekstri og vanda forgangsröðun framkvæmda og fjárfestinga.

•          Forgangsröðun verður endurskoðuð þannig að hægt sé að nýta fjármagn betur til að efla grunnþjónustu.

•          Birta ársfjórðungslega upplýsingar um rekstur bæjarins.

•          Bæta vinnubrögð í mannauðsmálum og tryggja jafnræði og gegnsæi við allar ráðningar hjá Akraneskaupstað.

•          Leggja áherslu á aukið samstarf við nágrannasveitarfélög.

 

UMHVERFIS- OG SKIPULAGSMÁL

•          Endurskoða umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar og vinna framkvæmdaáætlun í umhverfismálum.

•          Bæta aðstöðu og aðgengi að útivistarperlum Akraness.

•          Sjá til þess að tekin verði upp sorpflokkun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akranesi og að fjárhagslegur ávinningur sorpflokkunar bæjarbúa komi fram í lækkun sorphirðugjalda.

•          Gera átak í endurnýjun gatna og gangstétta þar sem hugað verði að aðgengi hreyfihamlaðra og auknu öryggi gangandi vegfarenda.

•          Fegra umhverfi eldri íbúðahverfa og leita leiða til að styðja við lagfæringu eldri húsa.

•          Endurskoða aðalskipulag í framhaldi af yfirtöku á Sementsreitnum.

•          Efla gamla miðbæinn.

•          Vinna heildstæða viðhaldsáætlun fyrir fasteignir Akraneskaupstaðar.

•          Halda áfram uppbyggingu göngu-, reið- og reiðhjólastíga ásamt því að byggja upp og endurnýja leikvelli í bænum.

•          Tryggja að stjórnsýsla í skipulags- og byggingarmálum sé formföst, skilvirk og fagleg og jafnræði íbúa sé gætt.

•          Halda vel utan um hagsmuni Akraneskaupstaðar sem eiganda í Orkuveitu Reykjavíkur og í Faxaflóahöfnum og leita sem breiðastrar samstöðu um þau mál.

•          Gera kröfu um að Orkuveita Reykjavíkur ljúki framkvæmdum við fráveitu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is