16. júní. 2014 09:01
Hann er vissulega tignarlegur Rolls Royce bíllinn sem breskir ferðamenn aka um Ísland þessa dagana. Síðastliðinn laugardag átti hann viðkomu á Breiðinni á Akranesi en þaðan var m.a. ekið vestur á Snæfellsnes og gist í Langaholti hjá honum Kela. Bíll þessi er af gerðinni Rolls Royce árgerð 1922 og ber númeri R-1922. Hann er eins og sjá má sannkallað augnakonfekt fyrir bílaáhugamenn. Meðfylgjandi mynd tók Jónas Ottósson þegar bíllinn var á Breiðinni á Akranesi.