Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2014 11:37

ÍA og Víkingur jöfn að stigum eftir leiki helgarinnar

Sjötta umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu fór fram um helgina og á laugardaginn voru bæði Vesturlandsliðin í eldlínunni. Skagamenn fóru góða ferð norður á Sauðárkrók þar sem þeir unnu Tindastól 0-5. Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði þrjú mörk í leiknum en hin mörk Skagamanna skoruðu þeir Ármann Smári Björnsson og Wentzel Steinarr Kamban. Á sama tíma fóru Víkingsmenn í Kópavog þar sem þeir töpuðu 4-2 fyrir HK. Leikurinn var líflegur í meira lagi en Víkingum tókst að jafna leikinn eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Liðsmenn HK virðast svo hafa átt meira eftir á tankinum en þeir í Víkingi og skoruðu tvö mörk til viðbótar áður en flautað var til leiksloka.

 

 

Eftir leiki helgarinnar er ÍA komið í annað sæti deildarinnar með tólf stig. Víkingur Ó er sömuleiðis með tólf stig en með lakari markatölu og því í þriðja sæti deildarinnar.

 

 

Næsti leikur liðs Víkings Ó. er gegn norðanmönnum í Tindastóli á Ólafsvíkurvelli, laugardaginn 21. júní klukkan 16:00.

 

Skagamenn eiga svo leik á Akranesvelli gegn toppliði deildarinnar, Leikni R sunnudaginn 22. júní og hefst sá leikur klukkan 14:00.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is