16. júní. 2014 02:42
Sannkallaðir stórtónleikar verða í Tónbergi á Akranesi á morgun, 17. júní. Kalman-listafélag stendur fyrir þjóðhátíðartónleikum í samvinnu við Tónberg og Kór Akraneskirkju. Kór Akraneskirkju syngur ásamt skagfirsku sveinunum í Karlakórnum Heimi. Tónleikagestir mega því eiga von á að hlýða á kórsöng eins og hann bestur getur orðið. Tónleikarnir hefjast kl. 16:30, aðgangseyrir er enginn og allir hjartanlega velkomnir, meðan húsrúm leyfir!
-Fréttatilkynning