Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2014 03:15

Skýlaus krafa veiðiréttareigenda um ófrjóa eldislaxa

Veiðiréttareigendur laxveiðiáa samþykktu á aðalfundi Landssambands veiðifélaga um liðna helgi harðorðar tillögur um sjókvíaeldi laxfiska. Þeir segja það skýlausa kröfu að notast verði við ófrjóan laxastofn í sjókvíaeldi á Íslandi og segja jafnframt ólíðandi að fiskeldisfyrirtæki hafi komist upp með að sleppa því að uggaklippa eldisseiði, eins og reglugerðir mæli fyrir um. Fundurinn taldi brýnt að heildarendurskoðun laga um fiskeldi verði hafin hið fyrsta. LV telur að breytingar sem gerðar voru að lögum nr. 71/2008 undir lok þingsins séu með öllu ófullnægjandi. Fundurinn bendir á í því sambandi að ekki er að finna í lögunum bótaákvæði ef strokulax úr laxeldi spillir náttúru eða ímynd stangveiði á Íslandi sem byggir á óspilltri náttúru. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur lýst í áliti sínu að norskur eldislax sem notaður er í sjókvíaeldi sé framandi stofn í íslenskri náttúru. Það sé því skýlaus krafa veiðiréttareigenda að notast verið við ófrjóan laxastofn í sjókvíaeldi á Íslandi til að tryggt verið að eldisfiskurinn blandist ekki íslenska laxastofninum.

Jafnframt lýstu fundarmenn yfir megnri óánægju með að fiskeldisfyrirtæki hafa komist upp með að fara ekki eftir reglugerð um uggaklippingar útsettra eldisseiða eins og mælt er fyrir um í reglugerð. Fundurinn taldi brýnt að allt eftirlit með þessari starfsemi verði tekið til endurskoðunar og settar verði í reglugerð verklagsreglur sem fylgja beri við eftirlitið. Bent var á að mikla fjármuni þarf til að byggja upp þekkingu og innviði þeirra stofnana sem munu hafa eftirlitið á hendi. Það er ámælisvert að þess sér ekki stað í fjárlögum að sinna eigi þessum mikilvæga verkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is