16. júní. 2014 04:39
Sérfræðingar velta nú fyrir sér dauða fjölda sjófugla sem fundust við Fróðárrif á Snæfellsnesi. Um miðjan maí var tilkynnt að fundist hefðu um 50 dauðir æðarfuglar í varpi skammt frá Fróðárrifi. Nú í síðustu viku fundust svo 70 dauðar ritur til viðbótar ásamt dauðum skörfum og æðarfugli á svipuðum slóðum. Sérfræðingar hafa nú skoðað svæðið en ekki hefur verið gefin útskýring á þessum miklum fjölda dauðra sjófugla. Sýni úr æðarfugli sem fannst í maí hefur verið sent til Bandaríkjanna en eins og er beinist grunur manna að mengun sé í einhverjum af ferskvatnstjörnum á svæðinu þar sem báðar fuglategundirnar sækja sér neysluvatn. Það var www.vísir.is sem fyrst greindi frá fugladauðanum.