16. júní. 2014 06:02
Á morgun klukkan 13 verður hinn nýi matar- og antikmarkaður opnaður á Akratorgi á Akranesi. Verður opið til klukkan 17. Næst verður opið á laugardaginn og síðan framvegis á laugardögum í sumar. Hlédís Sveinsdóttir er verkefnisstjóri matar- og antikmarkaðirins. Hún segir að margt nýstárlegt verði í boði ásamt matvælum sem við þekkjum betur. „Það verður mikið um lífrænt ræktaðan mat, svo sem súkkulaði, döðlur, þurrkaðir ávextir, olíur, fræ hnetur og möndlur. Allt selt eftir vigt. Þarna verður hægt að fá pipraðan harðfisk, rjómaís, arabíska rétti á borð við hummus og falafel og áfram mætti telja. Það er mikil stemning og eftirvænting í hópnum enda verður líka klukkan hálf þrjú hið nýja og glæsilega Akratorg vígt með formlegum hætti. Við verðum því í einkar miklu þjóðhátíðar- og vígsluskapi Skagamenn og bjóðum alla velkomna í heimsókn til okkar,“ sagði Hlédís.