17. júní. 2014 01:01
Von er á hvalveiðibátnum Hvali 9 til hvalstöðvarinnar í Hvalfirði fyrir miðjan dag með fyrstu langreyðina sem veiðist á þessari vertíð. Nú klukkan 13 var Hvalur 9 að sigla inn í mynni Hvalfjarðar og á því tæplega tveggja tíma siglingu eftir. Hvalveiðibátarnir fóru til veiða á sunnudagskvöldið en ekki sást til hvala í gær. Starfsmenn hafa því verið kallaðir á vakt inn í Hvalstöð, en um hundrað starfsmenn verða þar við störf, um 30 verða á Akranesi auk starfsmanna í Hvalfirði og á hvalveiðibátunum tveimur.