Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

Sérhönnuð lúsmýsnet fyrir glugga

Höfum til sölu sérhönnuð lúsmýsnet fyrir glugga í heilum metrum. Leitið upplýsinga á postverslun.is
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júní. 2014 06:04

Búið að flensa fyrsta hvalinn á þessari vertíð og veiða annan

Á þriðja tímanum í dag kom Hvalur 9 með fyrstu langreyðina í Hvalstöðina í Hvalfirði á þessari vertíð. Var það 62 feta kýr sem veiddist djúpt vestur af landinu. Hvalurinn var strax dreginn upp á plan og fljótlega hófst hvalskurðurinn; flensunin. Greinilegt var að vanir menn hafa fengist til starfa á þessari vertíð því einungis leið innan við klukkustund frá því hvalurinn kom á planið og búið var að ná öllu kjöti í hús. Heimildir Skessuhorns herma að langflestir sem vinna á þessari hvalvertíð sé vant fólk. Eingungis beinagrind og innyflin lágu eftir þegar búið var að ná öllu kjöti í hús. Spik er brætt í lýsi sem meðal annars er blandað við olíuna á hvalveiðibátana. Beinin og innyfli fara í mjölvinnslu. Hið verðmikla kjöt af hvalnum fer strax til vinnslu, sumt er fryst í hvalstöðinni en ekið með annað á Akranes þar sem það er unnið í Heimaskagahúsinu til frystingar. Um miðjan dag í dag var Hvalur 8 búinn að veiða einn hval og var á höttunum eftir öðrum áður en siglt yrði í land. Nú tekur við vertíð hjá starfsmönnum Hvals hf. þar sem unnið er á átta tíma vöktum, og átta tíma hvíld, þar til vertíðinni lýkur, líklega í september. Heimilt er að veiða 154 dýr á þessari vertíð. Veður og skyggni ræður því hversu hratt gengur að veiða upp í kvótann. 

Mikil endurnýjun búnaðar og mannvirkja hefur átt sér stað í Hvalstöðinni í Hvalfirði á síðustu árum og stöðin orðin hin snyrtilegasta á að líta. Mjög hefur verið aukið á ýmsar öryggis- og hreinlætiskröfur á vinnustaðnum og er t.a.m. engum óviðkomandi hleypt inn á vinnusvæðið sem tryggilega er girt af fyrir umferð fólks. Hægt er að fylgjast með hvalskurðinum úr brekkunni ofan við stöðina. Þar voru nokkrir hvalfriðunarsinnar með spjöld í upphafi hvalskurðarins í dag, en stoppuðu stutt við í rigningunni og héldu á brott.   

 

Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Skessuhorns í Hvalfirði í dag í mildu sumarveðri en rigningu, enda þjóðhátíðardagur Íslendinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is