Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2014 11:01

Erna Hafnes útnefnd bæjarlistamaður Akraness

Meðal dagskrárliða hátíðarhalda á Akratorgi í tilefni þjóðhátíðardagsins og 70 afmælis lýðsveldisins í gær var tilnefning bæjarlistamanns Akraness. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri gat þess þegar nýr bæjarlistaður var kynntur að óskað hafi verið eftir tilnefningum meðal bæjarbúa um bæjarlistamann. Nýi bæjarlistamaðurinn hefði fengið langflestar tilnefningarnar og menningarmálanefndin var einhuga um valið. Bæjarlistamaður Akraness næsta árið verður Erna Hafnes Magnúsdóttir, ungur og efnilegur listmálari, en hún hefur verið dugleg að halda sýningar á Akranesi og þannig miðlað list sinni til bæjarbúa.

 

 

 

„Takk, takk. Þetta er mikill heiður fyrir mig og ég er stolt af því að bætast í glæsilegan hóp bæjarlistamanna. Þetta er mikil hvatning og styður við það sem ég er að gera. Næsta ár verður spennandi og ég vona að bæjarbúar fái að njóta þess með mér,“ sagði Erna þegar hún flutti stutt þakkarávarp á Akratorgi. Í samtali við Skessuhorn sagði Erna að svona tilnefningar kæmu alltaf á óvart og hún hafi orðið mjög glöð þegar henni voru færð tíðindin á dögunum. „En ég er samt varla búin að átt mig á þessu ennþá. Hamingjuóskunum hefur rignt yfir mig og ég brosi hringinn.“

 

Erna Hafnes hefur m.a. haldið þrjár einkasýningar í Listasetrinu Kirkjuhvoli, eina í húsakynnum HVE á Akranesi en auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún er borin og barnfæddur Akurnesingur og hefur lifað þar og starfað en sótt sér menntun á höfuðborgarsvæðið. Eftir tvo vetur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fór hún í listnám í Fjölbrautaskóla Breiðholts og lauk þaðan stúdentsprófi. Hún nam síðan uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands og lauk því námi vorið 2006. Eftir að hafa kennt í tvo vetur bætti hún við sig kennsluréttindum meðfram fæðingarorlofi. Erna hefur mörg undanfarin ár verið umsjónar- og smíðakennari í Brekkubæjarskóla.

 

Segja má að bæjarlistamönnum hafi verið fagnað á Akratorgi á þjóðhátíðardaginn. Sigurbjörg Þrastardóttir, sem verið hefur bæjarlistamaður síðasta árið, flutti hátíðarræðu og kom þar inn á margt í þjóðlífinu um leið og hún minntist 70 ára afmælis lýðveldisins. Ekki síst gerði hún að umtalsefni hugtök eins og lýðveldi og lýðræði og ýmis gildi sem misjafnlega væri í heiðri höfð. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri þakkaði fráfarandi bæjarlistamanni áður en nýr bæjarlistamaður var kynntur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is