18. júní. 2014 01:47
Þrjú lið af Vesturlandi eiga leik í Íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld og hefjast leikirnir allir klukkan 20:00.
Í kvennaflokki munu Víkingsstúlkur frá Ólafsvík mæta Fjölni í fyrstu deild kvenna, A-riðli á Fjölnisvelli í Grafarvogi.
Tvö lið af Vesturlandi eiga svo leiki í fjórðu deild karla í kvöld. Í A-riðli leikur Snæfell gegn Lummunni í Kórnum í Kópavogi og í C-riðli mætast Skallagrímur og Léttir á Hertzvellinum í Reykjavík.