18. júní. 2014 03:21
Sturla Böðvarsson tók við starfi bæjarstjóra í Stykkishólmi á nýjan leik á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í ráðhúsi Stykkishólms síðastliðinn mánudag. Á fundinum var Hafdís Bjarnadóttir kjörin forseti bæjarstjórnar og afhenti Lárus Ástmar Hannesson fráfarandi bæjarstjóri Sturlu lyklavöldin að bæjarskrifstofunum. Lárus hefur verið bæjarstjóri í Stykkishólmi síðan 1. mars síðastliðinn eftir að Gyða Steinsdóttir lét af störfum. Líkt og kunnugt er hefur Sturla verið bæjarstjóri Stykkishólms áður, en hann gegndi því embætti síðast á árunum 1974 - 1991, þar til hann tók sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.