Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2014 09:01

Fjórar landsliðskonur frá Vesturlandi

Valinn hefur verið tólf manna landsliðshópur kvenna í körfuknattleik sem keppa mun í Evrópukeppni smáþjóða í Austurríki í júlímánuði. Fjórir af leikmönnunum koma frá Vesturlandi. Úr hópi Íslandsmeistara Snæfells koma nöfnurnar Hildur Sigurðardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir. Gunnhildur Gunnarsdóttir sem spilar með Haukum var einnig valin í hópinn en hún hóf sinn körfuboltaferil í Stykkishólmi þar sem hún er fædd og uppalin. Þá er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr KR einnig í landsliðshópnum en hún er frá Borgarnesi. Í 16 manna landsliðshópnum var einn Snæfellingur í viðbót, Helga Hjördís Björgvinsdóttir, en hún komst ekki í lokahópinn. Hildur Sigurðardóttir er langleikreyndasti leikmaður landsliðsins með 73 landsleiki, Sigrún Sjöfn hefur leikið 24, Gunnhildur á sjö leiki að baki og Hildur Björg þrjá.  Evrópukeppnin hefst 14. júlí næstkomandi en áður en hún fer fram mun landsliðið eiga tvo æfingaleiki við Dani og fer annar þeirra fram í Stykkishólmi 10. júlí. Hinn leikurinn verður leikinn á Ásvöllum deginum áður, 9. júlí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is