19. júní. 2014 08:01
Hjónin Lilja Þórðardóttir og Bjarni Kristófersson hafa ákveðið að opna nýtt kaffihús á Akranesi. Kaffihúsið mun heita Vitakaffi og verður staðsett í leiguhúsnæði á Stillholti þar sem veitingastaðurinn Galító var til húsa áður en hann var fluttur í enda hússins. Þau Lilja og Bjarni fengu húsnæðið afhent um síðustu mánaðamót og vinna nú hörðum höndum við að gera það klárt fyrir opnun. „Það er allt á fullu núna hjá okkur. Við erum að setja upp nýjan bar, mála og breyta en við stefnum á að opna kaffihúsið fyrir Írska daga,“ segir Lilja.
Nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.