Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2014 12:01

Fornleifarannsóknir á Gufuskálum afhjúpa stórmerkar minjar

„Þessar rústir eru örugglega frá fyrrihluta 15. aldar og sjálfsagt eldri eftir því sem við gröfum dýpra. Það er ljóst að þessi staður átti mikið blómaskeið á þeirri öld og fram á 16. öldina. Héðan hefur fólk stundað útgerð og fiskverkun á ströndinni í grennd við bæinn á Gufuskálum. Gert var að fiskinum, hann flattur og þurrkaður og síðan seldur á markaði í Evrópu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands. Við stöndum í rústum af gamalli verbúð sem stendur fremst á sjávarbakkanum við Gufuskála, spölkorn austan við Írskrabrunn. Þetta er fjórða sumarið í röð sem fornleifafræðingar stunda rannsóknir á verbúðasvæðinu á Gufuskálum.

 

Mikill fróðleikur undir yfirborði jarðar

Fornleifafræðingar og fornleifafræðinemar frá Bandaríkjunum vinna við rannsóknirnar ásamt Lilju og öðrum íslenskum vísindamönnum. Þau koma frá háskólum þar í landi. Seinna í sumar er von á háskólafólki frá Skotlandi. Rannsóknirnar eru fjármagnaðar af sjóðum hér á landi og erlendis. „Það var árið 2012 að við byrjuðum að grafa þessa verbúð sem við vinnum með núna í sumar. Þá var þetta bara gróinn sandhóll að sjá. Hér fýkur sandurinn svo mikið að hann hylur margar mannvistarleifar sem eru hérna. Það eru hólar hér í kring sem eru óhreyfðir. Hér við hliðina er til dæmis einn sem við höfum grafið skurð í til að kanna hvort eitthvað sé þar að finna. Við höfum strax séð með því að í honum leynist mikið af mannvistarleifum og mannvirkjum,“ segir Lilja.

 

Eftir því sem grafið er í rústunum koma nýjar upplýsingar í ljós. „Við sjáum meðal annars hvaða fisktegundir voru verkaðar hér og með hvaða aðferðum. Við finnum aðallega hausbein úr fiskinum. Menn skáru eða flettu fiskinn á þann hátt að hausinn var skorinn af ásamt fremstu hryggjarliðunum en hryggsúlan látin halda sér og þurrkuð með. Af beinunum getum við greint bæði hvaða tegundir voru verkaðar hér og nýttar, en einnig hvaða stærð var á fiskinum.“

 

Sjá nánar frásögn í máli og myndum í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is