Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2014 06:01

Kaffihús og vöfflubar á Hvanneyri

Í liðinni viku var opnað kaffihús á Hvanneyri sem nefnist Skemman - kaffihús. Það er eins og nafnið bendir til í Skemmunni, elsta húsi staðarins sem byggt var 1896. „Við opnuðum á fimmtudag og opið var alla helgina. Þetta fór framúr okkar björtustu vonum og gengur ótrúlega vel,“ segir Rósa Björk Jónsdóttir sem rekur kaffihúsið ásamt Stefaníu Nindel.

Skemman stendur í slakka mót suðri, skammt frá gömlu skólahúsunum á Hvanneyri í einkar hlýlegu og friðsælu umhverfi þar sem gróður og sól mæta gestum. Rósa Björk ólst upp á svæðinu og er nýlega flutt aftur til baka. „Mér fannst vanta eitthvað svona hérna á staðnum og Stefanía var búin að vera að hugsa það sama. Okkur var svo stefnt saman af þriðja aðila og ákváðum í framhaldinu að opna svona „pop up“ kaffihús og vöfflubar. Við sérhæfum okkur í hágæða kaffi og belgískum vöfflum en bjóðum einnig upp á heitt súkkulaði, gos, eplaköku og hráköku,“ segir Rósa. Þær stöllur stefna á að hafa opið fram í miðjan ágúst og útiloka ekki að þær endurtaki leikinn næsta sumar. „Þetta er bara verkefni sem við vildum gera fyrir staðinn og við gerum það besta úr því sem við höfum. Við erum ótrúlega ánægðar með viðtökurnar og finnum fyrir mikilli góðvild frá fólkinu hér í kring.“ Skemman er opin alla daga frá kl. 13 - 18 og hægt er að lesa nánar um kaffihúsið á samnefndri Fésbókarsíðu.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is