18. júní. 2014 02:26
Ástæða er til að benda ökumönnum á að næstu daga verður byrjað að aka fé á Holtavörðuheiði og aðra afrétti á Vesturlandi. Þar, líkt og annarsstaðar sem von getur verið á sauðfé við þjóðvegina, eru menn hvattir til að sýna varúð. Kindurnar og lömb þeirra geta verið óútreiknanleg og skotist skyndilega upp á vegina. Ef ökumaður sér t.d. lömb í öðrum vegkanti, en móður þeirra í hinum, geta þeir verið nær vissir um að lömbin vilji ná móður sinni þegar styggð kemur að þeim.
Í síðustu viku urðu þrjú óhöpp skráð í dagbók lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum sem rekja má til vegafjár.