19. júní. 2014 02:37
Þrjú lið af Vesturlandi spiluðu leiki á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Víkingsstúlkur frá Ólafsvík mættu Fjölni í fimmtu umferð A-riðils fyrstu deildar kvenna þar sem lokatölur urðu 3-0 Fjölniskonum í vil. Snæfell og Lumman áttust við í hörku leik í Kórnum í Kópavogi þar sem skoruð voru sjö mörk og þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. Snæfell sigraði leikinn að lokum 2-5 og er þetta því annar sigur liðsins í röð. Meistaraflokkur Skallagríms í knattspyrnu fór í heimsókn í Breiðholtið þar sem þeir mættu Létti. Þeir gulklæddu frá Borgarfirði sigruðu með fjórum mörkum gegn tveimur.
Næsti leikur Víkingskvenna er 22. júní gegn Grindavík og hefst sá leikur klukkan 14 á Ólafsvíkurvelli.
Skallagrímsmenn mæta Afríku í næsta leik þann 27. júní klukkan 20 á Skallagrímsvelli.
Næsti leikur Snæfellsmanna er gegn Herði Ísafirði þann 28. júní klukkan 14 á Stykkishólmsvelli.