19. júní. 2014 04:40
Sýning á verkum vitavarðarins frá Paimpol, Francois Jouas Poutrel opnar í Sögumiðstöðinni í Grundarfriði á morgun og mun standa yfir til 20. júlí næstkomandi.
Francois starfaði sem vitavörður við strendur Frakklands í 35 ár. Hann settist í helgan stein árið 2008 en vitar eru þó áfram ástríða hans og áhugamál. Á sýningunni má sjá verk eftir Francois sem hann málaði í Frakklandi og verk sem hann vann á Íslandi sérstaklega fyrir sýninguna. Húsið opnar klukkan 17 og eru allir velkomnir.
Viðtal við Francois mun birtast í næsta tölublaði Skessuhorns þar sem hann lýsir list sinni, upplifun af Íslandi og fleira.