20. júní. 2014 10:24
Hollvinahátíðin sem halda átti á Bifröst á morgun, laugardaginn 21. júní, hefur verið slegin af. Ástæðan er að útlit var fyrir dræma aðsókn á hátíðina, en hún var haldin í fyrsta sinn í fyrra. Bifrestingar stefna hins vegar ótrauðir á sumarhátíð sína sem þeir ætla að halda í næstu viku, sagði Hallur viðmælandi Skessuhorns í morgun þegar hann lét vita af því að Hollvinahátíðin yrði ekki haldin í ár.