Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2014 03:00

Norðurálsmótið 2014 hafið

Norðurálsmótið 2014 hófst í dag á Akranesi. Fyrsti viðburður mótsins var skrúðganga sem knattspyrnuhetjur framtíðarinnar tóku þátt í ásamt fylgdarliði frá Ráðhúsi Akraness að Akraneshöllinni. Ungir Skagamenn leiddu gönguna og á eftir þeim gengu liðsmenn hina félaganna en mikil stemning var meðal mótsgesta. Voru drengirnir vel merktir sínum íþróttafélögum og allstaðar mátti heyra hvatningarhróp mismunandi liða. Norðurálsmótið var svo formlega sett í Akraneshöllinni af Ragnari Guðmundssyni, forstjóra Norðuráls. Norðurálsmótið er nú haldið á sama tíma og fyrirmyndir drengjanna etja kappi á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Sagði Ragnar að draumur Íslendinga um að komast á slíkt stórmót væri í sjónmáli. „Ef allir þessir efnilegu fótboltamenn halda áfram að æfa er alveg öruggt að Ísland er á leiðinni á HM í fótbolta í framtíðinni,“ sagði Ragnar við mikinn fögnuð viðstaddra. Gert er ráð fyrir að um þrjú til fjögur þúsund manns hafi tekið þátt í skrúðgöngunni og setningarathöfninni í dag.

 

Á mótinu í ár eru 26 félög skráð og eru keppendur frá þeim rúmlega 1200. Fyrstu leikir hófust klukkan 13 í dag og lýkur mótinu á sunnudaginn. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is