Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2014 03:13

Rabarbarahátíð í Borgarfirði

Framfarafélag Borgfirðinga heldur sína fyrstu Rabarbarahátíð í Reykholti í Borgarfirði á morgun, laugardag, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og skemmtilega sveitamarkaðsstemningu. Hátíðin er haldin í samstarfi við Búdrýgindi og Saga Geopark. „Undirbúningurinn hefur gengið ótrúlega vel. Þarna verða rúmlega 20 sölubásar og hátt í 30 keppa í rabarbaramatreiðslu. Keppt verður í þremur flokkum; sultun, bakkelsi og frjálsri aðferð,“ segir Bryndís Geirsdóttir hjá Búdrýgindum. Þjóðþekktir einstaklingar úr matreiðslugeiranum mynda rabarbaradómnefndina. „Nanna Rögnvaldsdóttir, fræg matargerðarkona og matreiðslubókarhöfundur, er formaður dómnefndarinnar. Með henni í nefndinni sitja Ylfa Helgadóttir, landsliðskona í íslenska kokkalandsliðinu, Jónas Björgvin Ólafsson matreiðslumeistari, Svavar Halldórsson matarblaðamaður og Páll S. Brynjarsson sælkeri og fyrrverandi sveitarstjóri í Borgarbyggð. Keppnin er opin öllum og hægt er að skrá sig til hádegis á laugardag.“ segir Bryndís. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni ásamt því að sérstök verðlaun verða veitt fyrir frambærilegustu vöruna. „Í verðlaun eru Kitchen Aid hrærivél og töfrasproti frá Einari Farestveit, grillsett frá Nordic Chef og viðarbretti frá fyrirtækinu Fantofell sem hóf göngu sína í Borgarnesi. Svo velur dómnefndin frambærilegustu vöruna, sem þeim finnst líklegust til að slá í gegn ef hún er markaðssett. Sá sem þau hlýtur fær fjóra daga í Matarsmiðjunni og hönnunaraðstoð hjá Vitbrigðum Vesturlands.“

Til viðbótar við keppnina og markaðinn verður fjölbreytt dagskrá í boði. „Vilmundur Hansen þjóðfræðingur og garðyrkjufræðingur er mjög fróður um rabarbara og mun halda erindi á vegum Snorrastofu um rabarbara. Einar Gunnar Sigurðsson eldsmiður á Akranesi sýnir list sína en í Reykholti er stærsta eldsmiðja sem fundist hefur á Íslandi. Páll á Húsafelli mun að auki spila á rabarbaraflautuna sína og Guðrún í Hespu mun lita ullarband með rabarbararót. Þetta verður mjög vestlensk hátíð. Þarna verða til dæmis aðilar frá Ljómalind, Mýrarnauti og Ensku húsunum svo eitthvað sé nefnt,“ segir Bryndís. Hátíðin er hluti af herferð til að vekja athygli á hvernig hægt sé að nýta afurðir úr héraði líkt og rabarbara og eru allir hvattir til að mæta. „Öll vinna við hátíðina er unnin af sjálfboðaliðum, sem munu setja upp tjöldin í kvöld. Það mættu alveg nokkrir fleiri bætast í þann hóp því margar hendur vinna stórt verk. Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til geta haft samband við Jóhönnu Sjöfn Guðmundsdóttur á Grímsstöðum,“ segir Bryndís að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is