Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2014 06:46

Minnt á jarðmyndanir á friðlýstum svæðum

Umhverfisstofnun hefur að gefnu tilefni vakið athygli á því að á mörgum friðlýstum svæðum á landinu er að finna viðkvæmar náttúrumyndanir. Gestir svæðanna eru því beðnir um að hafa það í huga að þar megi hvergi raska jarðmyndunum. Þá er bannað að hrófla við steintegundum eða flytja þær út af svæðunum. Þetta á við um marga vinsæla ferðamannastaði, svo sem Einkunnir, Húsafellsskóg og Bárðarlaug, en alls eru 19 friðlýst svæði á Vesturlandi.

Friðlýst svæði á Vesturlandi:


Andakíll
Hvanneyri var friðlýst sem búsvæði árið 2002, en árið 2011 var búsvæðið stækkað og fékk nafnið Andakíll.


Bárðarlaug, Snæfellsbæ
Bárðarlaug var friðlýst sem náttúruvætti árið 1980.


Blautós og Innstavogsnes
Var friðlýst árið 1999.


Breiðafjörður
Þessi annar stærsti flói landsins var friðlýstur árið 1995.

Búðahraun
Eystri hluti Búðahrauns var friðaður árið 1977, en hraunið er eitt fegursta gróðurlendi Íslands.

Einkunnir, Borgarbyggð
Voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2006.

Eldborg í Hnappadal
Eldborg er sérstaklega formfagur sporöskjulaga eldgígur sem var friðlýstur árið 1974.

Flatey á Breiðafirði
Austurhluti eyjunnar var friðlýstur árið 1975 vegna fuglaverndunar, en bannað er að fara um það svæði frá 15. apríl til 15. ágúst.

Geitland, Borgarbyggð
Geitland var friðlýst árið 1988.

Grábókargígar í Borgarbyggð
Gígarnir voru friðlýstir árið 1962, en friðlýsingunni breytt árið 1975.

Grunnafjörður
Grunnafjörður er friðland og var hann friðlýstur árið 1994.

Hraunfossar, Borgarbyggð
Hraunfossar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1987.

Húsafellsskógur, Borgarbyggð
Skógurinn var friðlýstur árið 1974.

Kalmanshellir
Hellirinn er í Hallmundarhrauni og var friðlýstur árið 2011.

Melrakkaey
Eyjan var friðlýst árið 1971.

Steðji (Staupasteinn)
Steðji stendur á Skeiðhóli við Hvammsfjall í Hvalfirði, en hann var friðlýstur árið 1974.

Ströndin við Stapa og Hellna
Ströndin var friðlýst árið 1979, en þar er að finna margar sérkennilegar bergmyndanir við sjó.

Vatnshornsskógur, Skorradal
Skógurinn var friðlýstur árið 2009, til að vernda náttúrulegan og hávaxinn birkiskóg.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er á utanverðu Snæfellsnesi, um 170 ferkílómetrar að stærð. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is