Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2014 11:17

Fagna tillögu um staðsetningu aðalstöðvar lögreglu á Vesturlandi

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 12. júní sl. ályktun um aðalstöð lögreglustjóra á Vesturlandi: „Í umræðuskjali sem innanríkisráðuneytið hefur gefið út um breytingar á lögreglulögum og nýjum umdæmum lögreglu kemur fram að aðalstöð lögreglustjóra á Vesturlandi verði í Borgarnesi. Sveitarstjórn Borgarbyggðar tekur eindregið undir þessa tillögu og fagnar því að fyrirhugað er að aðalstöð lögreglustjóra verði í Borgarnesi.“

Þá segir að rökin fyrir staðsetningu lögreglustjóra Vesturlands í Borgarnesi séu skýr og þar skipti auðvitað mestu miðlægni Borgarness miðað við nýtt sameinað umdæmi. „Við aðallögreglustöðina verður staðin sólarhringsvakt, þjóðvegur eitt liggur í gegnum Borgarbyggð og uppspretta margra mála tengist umferðinni við veginn og síaukinn ferðamennsku innlendra og erlendra ferðamanna og fjölda sumarhúsahverfa í Borgarfirði auk dulinnar búsetu á svæðinu.

Nauðsynlegt er að styrkja enn frekar löggæslu á vegum innan hins nýja umdæmis þar sem umferðin er mest. Um árabil hefur Héraðsdómur Vesturlands verið staðsettur í Borgarnesi, sem hefur gefist vel og verið sátt um meðal íbúa Vesturlands. Því fylgja ýmsir kostir að staðsetja aðalstöð lögreglu og héraðsdóm á sama stað. Með staðsetningu aðallögreglustöðvarinnar í Borgarnesi verður tryggt að aðstoð berist öðrum lögreglustöðvum í umdæminu með sem skjótustum hætti. Þannig verður öryggi íbúanna og annarra sem í umdæminu dveljast best tryggt.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is