23. júní. 2014 11:24
Sunnudaginn 29. júní verður 130 ára vígsluafmælis Hvammskirkju í Dölum minnst með messu sem hefst klukkan. 14:00. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Vesturlandsprófastsdæmis, predikar og annast altarisþjónustu ásamt sóknarpresti, sr. Önnu Eiríksdóttur. Hanna Dóra Sturludóttir sópran syngur einsöng við undirleik Halldórs Þorgils Þórðarsonar sem auk þess leiðir kirkjukór Dalaprestakalls í söng.
Í kirkjunni stendur nú yfir Ikonasýning eftir listamanninn Helga Þorgils Friðjónsson sem sett hefur verið upp af þessu tilefni. Að athöfn lokinni verður gestum boðið upp á kirkjukaffi.
Hvammskirkja í Dölum
Torf- og timburkirkja var reist í Hvammi í Dölum árið 1828, en 63 árum síðar þótti hún í svo laklegu ástandi að ákveðið var að ráðast í smíði nýrrar kirkju. Á páskum árið 1884 var sú kirkja vígð, en hún var frumraun Guðmundar Jakobssonar snikkara. Hvammskirkja telst vitnisburður um sérlega góða handverkskunnáttu Guðmundar, en hann kom einnig að gerð Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd, Akraneskirkju og Akrakirkju á Mýrum.