24. júní. 2014 06:01
WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hefst í dag og lýkur á föstudaginn. Hún er nú haldin í þriðja skiptið. Í keppninni verður hjólað hringinn í kringum landið í miðnætursólinni og áheitum safnað til styrktar góðu málefni. Íbúum í Borgarnesi og nágrannabyggðum er bent á að í kvöld um klukkan 22 má búast við að keppendur hjóli í gegnum Borgarnes. Gríðarleg fjölgun þátttakenda hefur átt sér stað milli ára og munu 63 lið taka þátt í keppninni í ár, eða 520 þátttakendur. Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin hefst í Reykjavík í dag, þriðjudag og renna öll áheit til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Þar hefur er mikil þörf á endurnýjun tækja enda hefur deildin hvorki fengið gjafir né styrkveitingar í langan tíma. Hægt er að taka þátt í áheitasöfnuninni með því að smella á linkinn http://www.wowcyclothon.is/keppnin