23. júní. 2014 05:26
Guðsþjónusta verður í Norðtungukirkju í Þverárhlíð í kvöld, 23. júní klukkan 20:30. Að guðsþjónustu lokinni verður gengið yfir Grjótháls og endað með helgistund í Hvammskirkju í Norðurárdal á Jónsmessunótt. Það er sr. Elínborg Sturludóttir sóknarprestur sem stendur fyrir þessari óvenjulegu en skemmtilegu samveru.