24. júní. 2014 11:51
Ritsmiðjan „Skapandi skrif“ fer vel af stað í Bókasafni Akraness. Taka 14 börn á aldrinum 9-13 ára þátt í smiðjunni. Rithöfundurinn og skáldið Gerður Kristný stýrir hópnum ásamt Ástu Björnsdóttur bókaverði. Gerður Kristný er þekkt fyrir sögur sínar og ljóð fyrir börn og fullorðna. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, segir í frétt á heimasíðu bókasafnsins.