24. júní. 2014 04:50
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir jeppabifreið af gerðinni Nissan Patrol. Bílnum var stolið úr bílastæðahúsi í Hafnarfirði. Bíllinn er grár með skráningarnúmerið UA 011. Þeir sem verða varir við ferðir bílsins eru beðnir að láta lögreglu vita.