24. júní. 2014 05:50
Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans Deniz Insaat Ltd. um smíði á þremur ísfisktogurum á grundvelli tilboðs frá skipasmíðastöðinni. Heildar verðmæti þessara viðskipta er 6,8 milljarðar króna. Á vef fyrirtækisins segir að áætlað sé að gangi samningar eftir muni fyrri tvö skipin verða afhent árið 2016 en það þriðja 2017. Fyrir er tyrkneska skipasmíðastöðin með tvö uppsjávarskip í smíðum fyrir HB Granda.