Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júní. 2014 12:06

Ósamstíga tölur tveggja ríkisstofnana um atvinnuleysi

Tvær stofnanir íslenska ríkisins taka saman og gefa út upplýsingar um atvinnuleysi í landinu. Athygli vekur að í samantekt um atvinnuleysi í maí mældist það hjá Hagstofu Íslands helmingi meira en hjá Vinnumálastofnun. Munurinn er 3,5 prósentustig sem svarar til 7507 einstaklinga skekkju. Skessuhorn leitaði upplýsinga um ástæðu þessa misræmis og varð Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun fyrir svörum. „Oft á tíðum hefur komið fram nokkur munur á tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofunnar um atvinnuleysi, bæði ársfjórðungstölum en ekki síst á mánaðarlegum tölum þessara stofnana. Stafar það fyrst og fremst af því að um ólíkar aðferðir er að ræða við upplýsingaröflun og útreikning,“ segir Karl.

„Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í maí 2014 að jafnaði 195.400 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 171.600 starfandi og 13.800 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 85,4%, hlutfall starfandi 79,4% og atvinnuleysi var 7,1%,“ segir orðrétt í tilkynningu frá Hagstofnunni frá 25. júní. Þá segir einnig að hlutfall atvinnulausra hafi minnkað milli ára um 0,4 prósentustig.

„Skráð atvinnuleysi í maí 2014 var 3,6%, en að meðaltali voru 6.293 atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 508 að meðaltali frá apríl eða um 0,5 prósentustig milli mánaða,“ segir í frétt á vef Vinnumálastofnunar frá 13. júní sl.

 

 

Aðferð Vinnumálastofnunar

Tölur Vinnumálastofnunar um fjölda atvinnulausra miðast við þá sem hafa skráð sig í atvinnuleit hjá stofnuninni og er þar nánast alltaf um að ræða einstaklinga sem eru að sækja sér atvinnuleysisbætur þó það sé ekki skilyrði. Við útreikning á atvinnuleysi er byggt á fjölda skráðra atvinnuleysisdaga í viðkomandi mánuði og þeir umreiknaðir í meðalfjölda atvinnulausra. Þannig er tekið tillit til þess ef fólk er atvinnulaust að hluta á móti hlutastarfi. Í þennan meðalfjölda atvinnulausra er deilt með áætluðu vinnuafli sem reiknað er út með svipuðum hætti, þ.e. byggt er á upplýsingum Hagstofunnar á fjölda einstaklinga á vinnumarkaði, en tekið tillit til hlutastarfa og vinnutíma í hlutastarfi. Þessar tölur um vinnuafl eru áætlaðar þar sem rauntölur liggja ekki fyrir þegar Vinnumálastofnun birtir sínar atvinnuleysistölur. Í því geta falist skekkjur ef áætlunin reynist verulega frábrugðin raunverulegum fjölda á vinnumarkaði. Slíkt gerist þó sjaldan, en stöku sinnum hafa vinnuaflstölur þó verið endurskoðaðar þegar líður á ár til að bregðast við óvæntum breytingum í fjölda á vinnumarkaði.

 

Aðferð Hagstofunnar

Tölur Hagstofunnar byggja hins vegar á upplýsingum úr vinnumarkaðskönnun stofnunarinnar sem nær til úrtaks úr hópi allra á vinnualdri. Könnunin byggir á staðlaðri aðferðafræði Eurostat við gerð slíkra kannana. Miðað er við fjölda einstaklinga sem teljast atvinnulausir, en sá telst hafa verið atvinnulaus sem var án vinnu í viðmiðunarvikunni. Hann hafi þó verið að leita sér vinnu og hafi getað byrjað í vinnu innan hálfsmánaðar, og hafi ekki fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða. Skiptir þá ekki máli hvort viðkomandi eigi bótarétt skv. lögum um atvinnuleysistryggingar. Atvinnuleysi er svo reiknað með því að deila í þessa tölu um fjölda atvinnulausra með fjölda þeirra sem eru á vinnumarkaði, þ.e. þeir sem eru starfandi auk þeirra sem eru atvinnulausir. Eitt atriði sem þarf að hafa í huga hvað varðar skilgreiningu á hverjir teljast starfandi er að þeir sem vinna eina klukkustund eða lengur í vikunni sem könnunin er gerð flokkast sem starfandi. Þeir sem vinna fáar stundir í viku og vilja meiri vinnu teljast þannig í hópi starfandi en ekki atvinnulausra út frá þessari skilgreiningu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is