25. júní. 2014 03:21
„Rafmagn, sími og net er nokkuð sem verður að fara að bæta á landsbyggðinni. Kostnaður við rafmagn á köldum svæðum er gríðarlegur og net- og símasamband er víða bágborið. Við búum við skarðan hlut sem brýnt er að verði leiðréttur,“ segir Þóra Árnadóttir sem rekur ásamt manni sínum Hafsteini Þórissyni ferðaþjónustu á Brennistöðum í Flókadal í Borgarfirði. Í Geirshlíð í sömu sveit er einnig rekið ferðaþjónustubýli. Hulda Hrönn Sigurðardóttir í Geirshlíð segir að það eina sem fari að verða vandamál í þeirra rekstri sé lélegt netsamband. "Þótt við séum með „router“ í húsinu þá vill fólk hafa samband á öllum stöðum. Þetta er í raun helsta umkvörtunarefni ferðamanna og afar brýnt að verði lagað. Við verðum skör lægra en samkeppnisaðilarnir verði þetta ekki lagað. Það er ekkert flókið,“ segir Hulda Hrönn.
Nánar er rætt við þetta ferðaþjónustufólk í Skessuhorni sem kom út í dag.