25. júní. 2014 03:26
Frændaleikarnir 2014 voru haldnir í Fagradal á Skarðsströnd á laugardaginn. Frændaleikarnir er kraftakeppni sem haldin hefur verið síðan 2011 af afkomendum Steinólfs Lárussonar bónda. Um tuttugu keppendur auk fylgifiska þeirra voru mættir til að heiðra minningu Steinólfs og Hrefnu konu hans. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd skemmti fólk sér vel og kepptu ungir sem aldnir í hinum ýmsum aflraunum.
Sjá nánar Skessuhorn sem kom út í dag.