Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2014 10:01

Vel heppnuð Rabarbarahátíð að baki

Fyrsta Rabarbarahátíðin í Reykholti í Borgarfirði var haldin síðastliðinn laugardag. Þar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá, sveitamarkaðsstemningu og keppt var í matreiðslu á rabarbara. „Þetta var alveg svakalega vel heppnað. Margir höfðu orð á því hvað þetta heppnaðist vel og hversu margir komu. Það kom fyrir að tjöldin væru sneisafull af fólki. Við erum ekki með nákvæma tölu á gestunum en það komu fleiri hundruð manns,“ segir Bryndís Geirsdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Hún segir að skipuleggjendum hafi þótt vænt um að sjá hversu margir brottfluttir Borgfirðingar létu sjá sig á hátíðinni. „Þetta var alveg stemningin sem við óskuðum okkur, að sjá brottflutta sveitamenn, sumarbústaðaeigendur sem eru hálfgerðir Borgfirðingar og svo auðvitað fólkið hér í kring sem fjölmennti á svæðið. Það var frábært að sjá hvað fólkið okkar er orðið leikið í að setja upp markaði, orðið vant markaðsfólk,“ segir Bryndís.

 

Sjá nánar frétt og myndir í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is