Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2014 12:01

Trillukarl í Rifi sem smíðar 19. aldar hús í landlegum

Glöggir vegfarendur sem lagt hafa leið sína um austanvert þorpið á Hellissandi á Snæfellsnesi hafa tekið eftir því að fallegt timburhús hefur nú risið þar. Það ber reyndar ekki mikið á því þar sem það stendur að baki iðnaðarhúsnæðis við hina fornu útróðrastöð í Keflavík. Samt vekur það athygli útlits síns vegna. Þetta hús er með gömlu lagi. Það er eins og hús sem við sjáum gjarnan á gömlum ljósmyndum frá þarsíðustu öld. Fallegir gluggar með mörgum litlum póstum, kvistir, dyr fyrir miðju og klætt að utan með lerki, svokallaðri listasúð. Hér er greinilega verið að smíða eitthvað sem ekki er hverdagskostur á þessum síðustu tímum einingahúsa.

Það er Lúðvík Smárason byggingafræðingur og smábátasjómaður sem stendur fyrir þessu verki. Þegar við hittum hann við húsið á Hellissandi eitt sólríkt júníkvöld er hann nýkominn úr daglöngum handfæraróðri á báti sínum Kára II SH á Breiðafirði. „Ég er búinn að stunda handfæraveiðar héðan frá Snæfellsnesi hvert einasta sumar síðan 1973 að mig minnir,“ segir hann. Við göngum umhverfis þetta fallega hús sem hann hefur unnið við að smíða undanfarin tvö ár samhliða handfæraveiðunum og útgerðinni.

 

 

Sjá nánar spjall við Lúðvík í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is