27. júní. 2014 08:01
Á morgun, laugardag, fer Snæfellsjökulshlaupið fram í fjórða sinn. Sem fyrr er það heimafólkið Rán og Fannar sem sér um skipulag og framkvæmd. Hlaupið verður frá Arnarstapa yfir Jökulhálsinn að Pakkhúsinu í Ólafsvík, alls um 22 km. leið. Rúta fer frá Átthagastofunni í Ólafsvík klukkan 11 með þá sem vilja far á Arnarstapa. Hlaupið verður ræst klukkan 12. Mjög margir góðir hlauparar eru væntanlegir til þátttöku. Í fyrra hlupu 115 og er jafnvel búist við fleirum nú. Metið í hlaupinu á Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson sem hljóp á 01:24:31 klst. í fyrra.
Þeir sem vilja skrá sig í hlaupið eða fá ítarlegri upplýsingar geta heimsótt vefsíðuna hlaup.is eða farið á fésbókarsíðuna Snæfellsjökulshlaupið.