26. júní. 2014 12:52
Dalamaðurinn Tómas R. Einarsson var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar djasstónlistar og menningarlífs 17. júní síðastliðinn. Hann er fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu fyrir framlag til djasstónlistar. Tómas er kontrabassaleikari og einn afkastamesti lagasmiður í djasstónlist sem Ísland hefur átt. Hann hefur gefið út fjöldann allan af lögum og eru plötur sem innihalda eingöngu eða að megninu til hans eigin tónlist orðnar tuttugu talsins. Þá hefur hann leikið á djasshátíðum og tónleikum víða um heim, í yfir tuttugu löndum. Tómas hélt nýverið vel sótta tónleika í Dalabúð, þar sem hann kom fram ásamt níu manna latínsveit sinni og eru þeir tónleikar hryggjarstykkið í heimildamynd sem verið er að gera um ævi hans og starf.
Blaðamaður Skessuhorns hitti Tómas R að máli í síðustu viku og ber heilsíðuviðtal við kappann að finna í Skessuhorni vikunnar.